fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Gakpo og Enner Valencia draga vagninn fyrir sín lið – Jafntefli í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 17:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo heldur áfram að draga vagninn fyrir hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í Katar en það dugði ekki til gegn Ekvador í dag.

Gakpo kom Hollandi yfir snemma leiks en hann opnaði einnig markareikning liðsins gegn Senegal í fyrstu umferð.

Gakpo hefur verið sjóðandi heitur með PSV í Hollandi og heldur því áfram með hollenska liðinu.

Enner Valencia sem skoraði bæði mörk Ekvador í fyrsta leik gegn Katar jafnaði svo leikinn og þar við sat. Enner skoraði öll þrjú mörk Ekvador á HM til þessa.

Valencia var seint í leiknum borinn af velli sem er áhyggjuefni fyrir Ekvador.

Bæði lið eru með fjögur stig fyrir lokaumferðina þar sem Holland mætir stigalausum heimamönnum á meðan Ekvador mætir Senegal sem vann Katar fyrr í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli