Svo virðist sem Mauro Icardi og Wanda Nara séu byrjuð saman á ný.
Icardi er knattspyrnumaður hjá Galatasaray í Tyrklandi en þau voru hætt saman á dögunum.
Þau eru gift en voru á barmi þess að skilja. Nú virðist hins vegar sem svo að allt sé í himnalagi, eftir að Icardi birti tvær færslur af þeim á Instagram á innan við sólarhring.
„Hún er aðhlátursefni heimsins með hegðun sinni, með framkomu sinni. Ég er ekki tilbúinn að verja það sem er óverjanlegt,“ sagði Icardi eftir sambandsslitum. Þarna hafði Wanda verið að stinga saman nefnum með rapparanum L-Gante.
Icardi rak hana sem umboðsmann sinn einnig. Hann var þá farinn að hitta tyrknesku leikkonuna Devrim Ozkan.
Nú virðist hins vegar sem svo að allt sé í blóma á ný.