fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
433Sport

Dramatík og fyrsta rauða spjaldið er Íran vann Wales

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 12:04

Leikmenn Wales voru svekktir. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wales og Íran mættust í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Bæði lið fengu sín færi í fyrri hálfleik en það markverðasta sem gerðist var þegar Ali Gholizadeh setti boltann í mark Wales á 16. mínútu. Það var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Rangstaða var réttilega dæmd.

Íran byrjaði seinni hálfleik vel og áttu þeir til að mynda tvö skot í stöng.

Þá þurfti Wayne Hennessey að verja vel í marki Walesverja.

Hennessey fær rautt spjald. Mynd/Getty

Markvörðurinn var svo heldur betur í eldlínunni þegar um fimm mínútur lifðu leiks. Þá óð hann út í Mehdi Taremi utan vítateigs. Eftir að dómarinn hafði skoðað skjáinn sinn gaf hann Hennessey rautt spjald.

Íran tókst að nýta sér það að vera manni fleiri og skoraði Roozbeh Cheshmi á áttundu mínútu uppbótartímans.

Ramin Rezaejan innsiglaði svo 2-0 sigur Íran á tólftu mínútu uppbótartímans.

Úrslitin þýða að Íran er með þrjú stig en Wales eitt. Í riðlinum eru einnig Bandaríkin og England. Þau hafa leikið einn leik en mætast klukkan 19 í kvöld.

England er með þrjú stig en Bandaríkin eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neymar þarf bara tvö mörk til viðbótar

Neymar þarf bara tvö mörk til viðbótar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Raggi Sig ræddi baráttuna við Ronaldo og fleiri stjörnur – Segir þetta „ótrúlegt“

Raggi Sig ræddi baráttuna við Ronaldo og fleiri stjörnur – Segir þetta „ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bandaríkjamenn ögruðu Englendingum – Sjáðu sönginn fyndna

Bandaríkjamenn ögruðu Englendingum – Sjáðu sönginn fyndna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Argentínu og Mexíkó – Messi byrjar

Byrjunarlið Argentínu og Mexíkó – Messi byrjar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lewandowski funheitur í sigri Póllands

Lewandowski funheitur í sigri Póllands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Með hjartað í lúkunum og vildi ekki gera mistök

Með hjartað í lúkunum og vildi ekki gera mistök
433Sport
Í gær

Sjáðu eitt fallegasta augnablikið í Katar – Sagðist vera aðdáandi og fékk faðmlag í kjölfarið

Sjáðu eitt fallegasta augnablikið í Katar – Sagðist vera aðdáandi og fékk faðmlag í kjölfarið
433Sport
Í gær

Fyrsti leikmaðurinn sem Davíð Smári fær til Vestra – Þrír aðrir framlengja

Fyrsti leikmaðurinn sem Davíð Smári fær til Vestra – Þrír aðrir framlengja