fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stemningin góð þrátt fyrir áfall gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabrizio Romano, hinn afar virti ítalski blaðamaður, segir stemninguna í leikmannahópi argentíska landsliðsins enn góða þrátt fyrir tapið gegn Sádi-Arabíu í gær.

Argentína tapaði afar óvænt fyrir Sádum í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Lionel Messi og félagar hafa verið taldir með sigurstranglegustu liðum mótsins og úrslitin komu mörgum í opna skjöldu.

„Ég held að Argentína hafi alla burði til að koma sterkari til baka og breyta stöðunni. Þeir eru með frábæran hóp og sambandið á milli leikmanna í búningsklefanum er mjög gott. Þeir geta gert góða hluti með Messi sem leiðtoga hópsins,“ segir Romano.

Romano viðurkennir að úrslitin hafi komið sér mikið á óvart. Hann hefur þó enn trú á Argentínumönnum.

„Þetta er ekki byrjunin sem þeir vildu en það er ekki hægt að afskrifa þá. Ég vona að við sjáum Messi upp á sitt besta fljótlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið