fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Þetta eru laun forseta FIFA

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 07:50

Gianni Infantino, forseti FIFA / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru engin sultarlaun sem Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur hjá sambandinu en hann hefur verið forseti þess síðan 2016. Á hverri klukkustund, sem HM stendur yfir í Katar, fær hann sem svarar til tæplega 50.000 króna í laun.

Þetta er að minnsta kosti niðurstaðan ef miða má við ársskýrslu FIFA fyrir árið 2021. Þar kemur fram að heildarlaun Infantino hafi verið 2,98 milljónir svissneskra franka. Það svarar til tæplega 450 milljóna íslenskra króna.

Af þessari upphæð er um ein milljón franka bónusgreiðslur sem verða greiddar á þessu ári.

Infantion hlýtur að vera ánægður með laun sín þegar hann ber þau saman við laun annarra valdamikilla aðila um allan heim. Til dæmis má nefna að árslaun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, eru sem nemur um 60 milljónum íslenskra króna að sögn Business Insider.

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC, fékk sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er einhverskonar uppbót því starfið er sjálfboðaliðsstarf.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ekki birt upplýsingar um laun Aleksander Ceferin, forseta þess, á síðasta ári en fjölmiðlar hafa sagt að laun hans hafi verið sem nemur tæplega 300 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gjaldþrot blasir við

Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Færast nær því að losa sig við Lewandowski

Færast nær því að losa sig við Lewandowski
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjallað um ótrúlegt afrek Færeyinga um heim allan – Tveir í byrjunarliðinu spila á Íslandi

Fjallað um ótrúlegt afrek Færeyinga um heim allan – Tveir í byrjunarliðinu spila á Íslandi