fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Rooney með þungt högg í maga Ronaldo eftir átök síðustu daga

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney var um helgina beðinn um að velja á milli þriggja góðra leikmanna, Lionel Messi, Harry Kane og Cristiano Ronaldo.

Rooney, sem er aðalþjálfari DC United í MLS-deildinni, var að fjalla um Heimsmeistaramótið í Katar, sem hófst í gær, þegar hann var beðinn um að velja á milli leikmannanna þriggja.

Manchester United-goðsögnin átti að setja einn í byrjunarlið, einn á bekkinn og hafa einn utan hóps.

„Ég myndi hafa Messi í byrjunarliðinu, Kane á bekknum og hafa Ronaldo utan hóps. Hann er ekki að spila fyrir félag sitt,“ sagði Rooney.

Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan á dögunum, þar sem Rooney var á meðal þeirra sem fékk að heyra það frá Portúgalanum.

Hann hefur verið í aukahlutverki hjá United á þessari leiktíð og dagar hans á Old Trafford verða að öllum líkindum senn taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni