fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Rooney með þungt högg í maga Ronaldo eftir átök síðustu daga

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney var um helgina beðinn um að velja á milli þriggja góðra leikmanna, Lionel Messi, Harry Kane og Cristiano Ronaldo.

Rooney, sem er aðalþjálfari DC United í MLS-deildinni, var að fjalla um Heimsmeistaramótið í Katar, sem hófst í gær, þegar hann var beðinn um að velja á milli leikmannanna þriggja.

Manchester United-goðsögnin átti að setja einn í byrjunarlið, einn á bekkinn og hafa einn utan hóps.

„Ég myndi hafa Messi í byrjunarliðinu, Kane á bekknum og hafa Ronaldo utan hóps. Hann er ekki að spila fyrir félag sitt,“ sagði Rooney.

Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan á dögunum, þar sem Rooney var á meðal þeirra sem fékk að heyra það frá Portúgalanum.

Hann hefur verið í aukahlutverki hjá United á þessari leiktíð og dagar hans á Old Trafford verða að öllum líkindum senn taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Í gær

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Í gær

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi