fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Kemur Ronaldo verulega til varnar – Auðmjúkur með óþekkjanlega eiginleika

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 19:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið talað um stórstjörnuna Cristiano Ronaldo undanfarið en hann gæti verið að kveðja England á næsta ári.

Ronaldo er mikið á milli tannana á fólki þessa dagana en hann opnaði sig í viðtali við Piers Morgan í vikunni og segir Manchester United hafa svikið sig.

Ronaldo þarf ekki að hugsa út í Man Utd þessa dagana enda undirbýr hann sig fyrir HM með portúgalska og er ekki að æfa með félagsliðinu.

Jose Morais, fyrrum þjálfari Ronaldo, hefur komið leikmanninum til varnar en hann hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir að viðtalið við Morgan fór í loftið.

Ronaldo hefur verið ásakaður um græðgi sem og sjálfselsku en Morais sem vann með Ronaldo hjá Real Madrid er ekki á því máli.

,,Að eiga leikmann eins og hann, það eru forréttindi fyrir þjálfara. Cristiano er án efa gáfuð manneskja og hann er mjög auðmjúkur,“ sagði Morais.

,,Ég tala ekki um geimverur því hann er manneskja. Hann er í raun með óþekkjanlega eiginleika mannverunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“