fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Aldrei liðið eins illa eftir frammistöðuna á stórmótinu – ,,Ég var eins og uppvakningur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 18:30

Joshua Kimmich / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Kimmich, leikmaður Bayern Munchen, var algjörlega miður sín eftir frammistöðu Þýskalands á HM í Rússlandi árið 2018.

Þýskaland stóðst ekki væntingar í þessu móti og var í neðsta sæti riðlakeppninnar og fór snemma heim. Liðið lék þar ásamt Mexíkó, Svíþjóð og Suður-Kóreu.

Nú styttist i að Þýskaland spili aftur á HM en mótið í Katar fer senn að hefjast og ætlar liðið sér svo sannarlega að gera betur.

,,Mér hefur aldrei liðið eins illa í fótboltanum. Líkamlega var ég í lagi en andlega, það tók mig margar vikur að jafna mig,“ sagði Kimmich.

,,Ég man enn eftir búningsklefanum eftir 2-0 tap gegn Suður-Kóreu. Það var algjör þögn. Enginn sagði neitt.“

,,Ég hugsaði bara um hvernig ég væri að bregðast stuðningsmönnunum, fjölskyldunni og landinu. Ég man eftir að landsliðsþjálfarinn var að tala en ég hlustaði í raun ekki á það sem hann sagði. Ég var eins og uppvakingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar