fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Nýgenginn í raðir Barcelona en sagður vera á förum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hector Bellerin, leikmaður Barcelona, gæti verið á förum frá félaginu stuttu eftir að hafa skrifað undir.

Calciomercato á Ítalíu segir frá því að Roma sé nú að skoða þann möguleika að fá Bellerin í sínar raðir.

Bellerin hefur aðeins byrjað þrjá leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu og gæti verið fáanlegur 2023.

Roma er að leita að nýjum hægri bakverði en Rick Karsdrop á enga framtíð fyrir sér þar og var gagnrýndur opinberlega af Jose Mourinho í vikunni.

Mourinho er stjóri Roma og þekkir Bellerin vel en hann var lengi vel leikmaður Arsenal. Mourinho hefur þjálfað Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Barcelona virðist ekki ætla að nota leikmanninn reglulega og verður það markmið Roma að fá hann í sínar raðir annað hvort í janúar eða næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið