fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Sigurður sáttur með breytingarnar en nefnir hvað hann vill að verði lagað næst

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, er gestur í nýjasta þætti 433.is, sem er að dagskrá Hringbrautar alla mánudaga. Sigurður fór vel yfir tímabilið hjá sínum mönnum.

Keflavík átti fínasta tímabil í Bestu deildinni og hafnaði í sjöunda sæti, töluvert ofar en flestir höfðu spáð liðinu.

„Fyrst við lentum í neðri úrslitakeppninni var fínt að stefna á að vera númer sjö, vera efstir þar,“ segir Sigurður. Eftir að hafa unnið neðri hluta úrslitakeppninnar lyftu Keflvíkingar Forsetabikarnum sem Hjörvar Hafliðason hafði útvegað. Var það til gamans gert og segist Sigurður hafa haft gaman að gríninu.

video
play-sharp-fill

Hann var spurður út í það hvort hann hafi verið sáttur með tímabilið.

„Já og nei. Okkur gekk mikið betur en okkur var spáð en náðum ekki að vera í topp sex, sem var markmiðið. Við vorum samt ofboðslega nálægt því og getum verið sáttir.“

Tók tíma að stilla saman strengi

Keflavík bætti sig mikið á milli ára, þá aðallega í sóknarleiknum, en liðið spilaði feykilega skemmtilegan fótbolta.

„Í fortíðinni sem þjálfari hef ég lagt mesta áherslu á varnarleik og föst leikatriði. Nú vildi ég setja meiri einbeitingu í sóknarleikinn.“

Keflvíkingar fóru fremur rólega af stað í deildinni. Sigurður var enn að smíða liðið þegar mótið var hafið.

„Við spilum undirbúningstímabilið þannig að ungu strákarnir fá að spila mikið. Við spörum pening með því að hafa útlendingana ekki mikið yfir vetrartímann til að vera samkeppnishæfir. Svo fara einhverjir ungu leikmannanna á lán og þeir fá dýrmæta reynslu.

Auðvitað hefði verið betra að hafa lið saman allt árið og unnið í kerfinu allt undirbúningstímabilið, en fjárhagsstaðan bauð ekki upp á það.“

Keflav
Frá leik í sumar. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Sigurður var þó ánægður með þá leikmenn sem komu til Keflavíkur fyrir tímabil. Patrik Johannesen kom frá Færeyjum, Adam Ægir Pálsson á láni frá Víkingi og Ivan Kalyuzhnyi á láni frá Úkraínu.

„Ég var í símanum við stjórnarmenn „plís, okkur vantar kantmann.“ Hann spilaði bara 275 mínútur í fyrra. Svo var hann með sjö mörk og fjórtán stoðsendingar sem er frábært,“ segir Sigurður um Adam.

„Ég reikna með að Patrik verði seldur. Tvö af stærstu liðum Íslands hafa boðið ítrekað í hann. Stærstu leikmenn Keflavíkur eru yfirleitt seldir. Þá þurfum við að finna og búa til nýja leikmenn. Upphæðirnar eru orðnar þannig að það verður erfitt að neita því.“

Ivan spilaði fáa leiki en var afar öflugur. „Hann er frábær leikmaður og virkilega styrkti liðið okkar. Hann spilaði ekki lengi en eins og á æfingum, það náði enginn af honum boltanum.“

Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hefur einnig verið orðaður frá Keflvíkingum.

„Sindri vill horfa í kringum sig en hann hefur gert það á hverju ári síðan hann kom. Á endanum hefur hann alltaf skrifað undir við Keflavík. Ég á von að hann geri það aftur núna.“ 

Býst við að þau bestu stingi af

Sigurður segist búast við því að bilið á milli bestu liða Bestu deildarinnar og þeirra lakari muni breikka.

„Því miður er ekki að koma nógu mikið frá Reykjanesbæ eða stóru fyrirtækjunum þar inn í fótboltann til að það skipti máli.

Ég held að það sé bara að fara að aukast. Maður sér peninginn sem kemur inn fyrir Evrópukeppni. Þau geta keypt bestu leikmennina af liðunum fyrir neðan, svo munurinn er að aukast frekar en hitt. Það er gígantískur munur á besta liðinu í Bestu deildinni og því lélegasta.“

Sigurður býst við að lið á borð við Breiðablik muni aðeins færast lengra frá lakari liðum deildarinnar. Mynd/Helgi Viðar

Nýtt fyrirkomulag var á Bestu deildinni í sumar. Deildinni var skipt upp í tvennt að 22 umferðum loknum og spiluðu liðin fimm leiki í viðbót.

„Ég var mjög ánægður með að fá fleiri leiki. Það var minni spenna í úrslitakeppninni en gæti verið. Við eigum ekki að slaufa þessu, heldur halda áfram og sjá hvernig framtíðarþróunin verður. Ég held að allir hefðu viljað klára mótið fyrr og spila úrslitakeppnina hraðar.“

Það er þó einn galli í íslenskum fótbolta sem Sigurður segist vilja sjá lagfærðan næst.

„Mér finnst við ekki á góðum stað með leikmenn sem eru gengnir upp úr öðrum flokki en fá lítið að spila. Það er lítið að gera fyrir þá.

Í raun og veru erum við í verri stöðu en þegar ég var 18-19 ára. Þá var 1. flokkur og þú fékkst leiki ef þú varst ekki að spila í meistaraflokki.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nítján á jarðsprengjusvæði í Katar – England í frábærri stöðu

Nítján á jarðsprengjusvæði í Katar – England í frábærri stöðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fuente tekur við af Enrique

Fuente tekur við af Enrique
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hissa þegar hann mætti á fundinn særður á andliti – Segir frá furðulegri ástæðu þess

Margir hissa þegar hann mætti á fundinn særður á andliti – Segir frá furðulegri ástæðu þess
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjólar í Ronaldo og segir þetta nýja athæfi hans ófyrirgefanlegt – Rifjar upp vondar stundir hjá United

Hjólar í Ronaldo og segir þetta nýja athæfi hans ófyrirgefanlegt – Rifjar upp vondar stundir hjá United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Xavi opnar dyrnar fyrir Messi

Xavi opnar dyrnar fyrir Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðist engan leikmann Englands en nefnir þann hættulegasta – ,,Skil ekki af hverju hann er ennþá þarna“

Hræðist engan leikmann Englands en nefnir þann hættulegasta – ,,Skil ekki af hverju hann er ennþá þarna“
433Sport
Í gær

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“
433Sport
Í gær

Dagur að kveldi kominn í Breiðholti

Dagur að kveldi kominn í Breiðholti