fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sænsk goðsögn leggur skóna á hilluna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska goðsögnin Mikael Lustig hefur lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril sem atvinnumaður.

Lustig er nafn sem margir kannast við en hann gerði garðinn frægan hjá Celtic í Skotlandi og einnig með sænska landsliðinu.

Lustig lék 94 landsleiki fyrir Svíþjóð á sínum ferli en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með AIK í heimalandinu.

Lokaleikur sænsku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina og kveður Lustig með 1-0 tapi gegn Elfsborg.

Lustig er 35 ára gamall en hann lék einnig með Umea, GIF Sundsvall, Rosenborg og Gent á ferlinum.

Bakvörðurinn var hluti af sænska landsliðinu frá 2008 til 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður