fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

HM-sendiherra Katar segir samkynhneigð vera andlegan skaða – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 07:02

Frá vígslu Al Wakrah sem verður leikið á á HM2022. Mynd: EPA-EFE/Noushad Thekkayil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru velkomnir á HM í knattspyrnu í Katar. Þetta hefur Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA sagt frá því að ákveðið var að halda mótið í Katar. Hefur þar engu skipt að samkvæmt lögum í Katar er samkynhneigð bönnuð.

Í gær var Khalid Salman, sérstakur HM-sendiherra Katar, spurður út í þetta þetta þegar hann ræddi við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF og er óhætt að segja að svar hans sé ekki í samræmi við þessar yfirlýsingar FIFA. Hefur upptaka af þessum ummælum hans farið víða í netheimum síðasta sólarhringinn.

„Fólk neyðist til að sætta sig við reglurnar hér í landinu. Samkynhneigð er haram (bönnuð, innsk. blaðamanns). Veist þú hvað haram þýðir?“ sagði Salman sem er fyrrum landsliðsmaður Katar.

Síðan hélt hann áfram og sagði: „Og af hverju er þetta haram? Af því að þetta er andlegur skaði.“

Þegar hér var komið við sögu lauk viðtalinu því embættismaður blandaði sér í málið og dró Salman á brott.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð