fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Biður Andra Rúnar um að þegja á meðan hann fær milljón á mánuði

433
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og blaðamaður á Vísi var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Með honum var Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþrótta hjá miðlum Torgs.

Rætt var um Bestu deildina sem er á enda, karlarnir kláruðu fyrir viku síðan en lítil spenna var á þessu fyrsta tímabili þar sem hálfgerð úrslitakeppni sem fór fram.

„Þegar úrslitakeppnin er að fara af stað, þá er spennan á toppi úr sögunni þegar Víkingur verður bikarmeistari. Evrópusætin eru klár eftir fyrstu umferð og Blikar Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst,“ sagði Hörður Snævar um á neikvæðni sem hefur verið í umræðunni.

Margir tengdir fótboltanum á Íslandi hafa talað mótið niður en Arnar Gunnlaugsson steig fram í síðustu viku og sló á puttana á fólki.

„Arnar á að vera talsmaður fótboltans á Íslandi, hann kemur eftir síðasti leikinn og segir fólki að hætta tala svona um íþróttina. Fótbolta tímabilið er bara tíu mánuðir á ári, fjórar vikur í frí og fjögurra vikna undirbúningstímabil. Svo er bara tímabil,“ sagði Hörður.

Leikmenn hafa einnig tuðað yfir fyrirkomulaginu og lengd mótsins. „Feit pæling sem gekk ekki upp. Spilar ekki út okt á Íslandi, sama hvernig undirlagið er,“ skrifaði Andri Rúnar Bjarnason framherji ÍBV um daginn.

Hörður var ekki hrifin af ummælum Andra. „Andri Rúnar Bjarnason að væla og skæla yfir því að þetta hafi verið tilraun sem gekk ekki upp, hann var ekki einn. Þegiðu bara, þú færð milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta á Íslandi í tólf mánuði á ári. Mættu í vinnuna þegar þú átt að mæta.“

„Mótið var jafn spennandi eftir 22 umferðir, Breiðablik rúllaði snemma yfir mótið. Spennan var mikil á botni, á næsta tímabili er fjórða Evrópusætið og alvöru toppbaráttu.“

Benedikt Bóas tók þá til máls. „Það voru byrjunaröðruleikar, þess vegna heitir þetta það. Það var gott veður og heppnaðist bara mjög vel.“

Umræðan er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
Hide picture