Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun leika sinn 100. A landsleik á ferlinum í dag þegar flautað verður til leiks í vináttuleik Íslands og Sádi-Arabíu klukkan 12 á íslenskum tíma í dag.
Aron Einar er í byrjunarliði íslenska landsliðsins og er sem fyrr með fyrirliðabandið.
Landsliðsfyrirliðinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Belarús í febrúar árið 2008 og síðan þá hefur hann leikið 99 A-landsleiki og verið fyrirliði landsliðsins á þeim tveimur stórmótum sem það hefur komist á, EM 2016 og HM 2018.
Byrjunarlið A karla gegn Sádi Arabíu.
Leikurinn hefst kl. 12:00 og er í beinni útsendingu á Viaplay.
Our starting lineup for the friendly against Saudi Arabia.#fyririsland pic.twitter.com/8X9I1Ndo18
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 6, 2022