fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Bálreiður og segir það ógeðslega spillingu að HM sé í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 13:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir það hreinan og kláran viðbjóð að Heimsmeistaramótið sé haldið í Katar.

Hann segir þá staðreynd að mótið sé í Katar vera spillingu af hálfu FIFA og vorkennir leikmönnum.

Í fyrsta sinn í sögunni fer Heimsmeistaramótið ekki fram að sumri til. Þegar ákveðið var að halda mótið í Katar var það þó planið. Flestum var ljóst að vegna veðurs gengi það aldrei upp.

Mótið var því fært til loks árs sem hefur valdið auknu álagi á leikmönnum og meiðslum í kjölfarið.

„Það er algjört hneyksli að þetta sé staða Heimsmeistaramótsins, það eru margar ástæður,“ sagði Carragher.

„Það var spilling að fara með mótið þangað, það vissu það allir. Þeir ætluðu að halda mótið að sumri til, það var ómögulegt frá fyrsta degi.“

„Varane grét þegar hann meiddist um daginn, þetta er svo nálægt HM. Meiðsli í tíu daga eða tvær vikur geta eyðilagt drauma fólks. Þetta byrjaði allt þegar ákveðið var að halda mótið Í Katar. Þetta er bara ógeðslegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney þátturinn að hefjast

Rooney þátturinn að hefjast
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram