fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Var öskuillur eftir tap í Meistaradeildinni – ,,Þetta er ósanngjarnt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 21:33

Xavi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi, stjóri Barcelona, var bálreiður í gær eftir að hans menn töpuðu 1-0 gegn Inter Milan í Meistaradeildinni.

Barcelona er í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni, sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen.

Dómaratríóið fékk ekki mikið hrós fyrir frammistöðu sína í gær en Barcelona vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma sem VAR ákvað að dæma ekki.

Denzel Dumfries virtist hafa gerst brotlegur innan teigs en ekkert var dæmt og unnu þeir ítölsku sigur að lokum.

Einnig í síðari hálfleik var mark tekið af Barcelona en dómarinn Slavko Vincic dæmdi hendi á sóknarmanninn Ansu Fati sem var nokkuð umdeild ákvörðun.

,,Ef þú spyrð mig þá er ég öskuillur. Rétta orðið er illur því þetta stemmir ekki, þetta er ósanngjarnt,“ sagði Xavi.

,,Ég tel að þetta hafi verið ósanngjarnt út í gegn og ég get ekki falið tilfinningarnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“