fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Zidane tekur ekki við Juventus – Bíður eftir aðeins einu starfi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. október 2022 21:28

Zinedine Zidane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane verður ekki næsti stjóri Juventus að sögn frönsku goðsagnarinnar Thierry Henry en þeir léku um tíma saman í franska landsliðinu.

Zidane hefur verið án starfs í dágóðan tíma en hann náði frábærum árangri með Real Madrid þar sem hann var áður leikmaður.

Juventus mun líklega losa sig við Massimiliano Allegri bráðlega ef gengið batnar ekki en liðið er úr leik í Meistaradeildinni.

Zidane verður þó ekki næsti maðurinn til að taka við Juventus þar sem hann er að bíða eftir tækifæri hjá franska landsliðinu.

,,Zizou vann Meistaradeildina, Zizou sannaði það að hann getur náð árangri hjá stórliði,“ sagði Henry.

,,Ég ætla ekki að tala um hvort hann gæti unnið hjá Juventus. Ég held að hann sé að bíða eftir landsliðinu svo hann fer ekki þangað.“

,,Ég held að hann sé að bíða eftir einu starfi, aðeins einu. Það er landsliðið. Hann vann Meistaradeildina þrisvar með Real Madrid. Af hverju ættirðu að reyna önnur félög þegar þú getur tekið við landsliðinu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“