fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Daníel Tristan Guðjohnsen allt í öllu í sigri Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. október 2022 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Stefán Þorbjörnsson skoraði tvö mörk og Daníel Tristan Guðjohnsen eitt. Ísland mætir Frakklandi á mánudag í síðasta leik sínum í riðlinum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og hvorugt lið skapaði sér opin marktækifæri, staðan markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn hófst með látum, en Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur. Lúxemborg var hins vegar ekki lengi að svara markinu, en tveimur mínútum síðar tókst þeim að jafna leikinn með marki frá Tiziano Mancini. Jafnræði var með liðunum þangað til að Þorri Stefán skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Bæði mörkin beint úr aukaspyrnu, í bæði skiptin hafði verið brotið á Daníel Tristan. Fyrra markið kom á 70. mínútu og það síðara á 74. mínútu.

Þessi úrslit þýða að Ísland er komið áfram í milliriðla sem leiknir verða næsta vor. Þau lið sem enda í efsta sæti síns riðils í milliriðlunum fara áfram í lokakeppni EM 2023 ásamt þeim sjö liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Lokamótið fer fram í Ungverjalandi dagana 17. maí – 2. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United
433Sport
Í gær

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“
433Sport
Í gær

Liverpool byrjaði á sigri í sex marka leik

Liverpool byrjaði á sigri í sex marka leik