fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Daníel Tristan Guðjohnsen allt í öllu í sigri Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. október 2022 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Stefán Þorbjörnsson skoraði tvö mörk og Daníel Tristan Guðjohnsen eitt. Ísland mætir Frakklandi á mánudag í síðasta leik sínum í riðlinum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og hvorugt lið skapaði sér opin marktækifæri, staðan markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn hófst með látum, en Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur. Lúxemborg var hins vegar ekki lengi að svara markinu, en tveimur mínútum síðar tókst þeim að jafna leikinn með marki frá Tiziano Mancini. Jafnræði var með liðunum þangað til að Þorri Stefán skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Bæði mörkin beint úr aukaspyrnu, í bæði skiptin hafði verið brotið á Daníel Tristan. Fyrra markið kom á 70. mínútu og það síðara á 74. mínútu.

Þessi úrslit þýða að Ísland er komið áfram í milliriðla sem leiknir verða næsta vor. Þau lið sem enda í efsta sæti síns riðils í milliriðlunum fara áfram í lokakeppni EM 2023 ásamt þeim sjö liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Lokamótið fer fram í Ungverjalandi dagana 17. maí – 2. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur