fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Baunaði á liðsfélagana eftir tap í Meistaradeildinni – Var búið að vara þá við

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, baunaði á liðsfélaga sína eftir leik við RB Leipzig í Meistaradeildinni.

Real er búið að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum en tapaði 3-1 gegn Leipzig í gær sem var um leið fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Courtois var alls ekki hrifinn af varnarleik liðsins í leiknum en Real á nú í hættu á að enda í öðru sæti riðilsins.

,,Stundum erum við sofandi, við erum ekki aggressívir og alls ekki ákafir og gegn liði eins og Leipzig þá er okkur refsað,“ sagði Courtois.

,,Stjórinn varaði okkur við að þeir hefðu skorað mörg mörk á heimavelli í síðustu fimm leikjum en þrátt fyrir það fór þetta úrskeiðis.“

,,Það getur ekki verið að þeir hafi skorað tvö mörk úr tveimur hornspyrnum og að við höfum varist svo illa í seinna markinu. Í seinni hálfleik gerðum við mörg mistök og þetta var ekki góður leikur.“

,,Þriðja markið á lokamínútunum er það sem drepur þig. Þeir unnu öll einvígi og vörnin var virkilega léleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“