fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Ákvörðun KSÍ gæti valdið usla – „Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ekkert rosalega ánægðar með okkur“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, er gestur í nýjasta þætti 433.is, sem sýndur er á Hringbraut alla mánudaga. Þar fer hann ítarlega yfir sitt nýja starf.

Jörundur , sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur verið starfsmaður knattspyrnusviðs KSÍ síðustu ár og þjálfari U16 og U17 landsliða karla. Jörundur hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari.

„Allt sem viðkemur knattspyrnunni fellur undir mitt starfssvið, þjálfun og slíkt,“ segir Jörundur um starf sitt sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Hann tekur við starfinu af Arnari Þór Viðarssyni, sem hafði gegnt því meðfram því að vera þjálfari A-landsliðs karla.

„Í sumar var ég beðinn um að taka hluta af störfum Arnars, aðallega sem sneru að yngri landsliðum. Þegar ég fór að máta mig við starfið og vissi að Arnar Þór myndi hætta fór ég að pæla hvort að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera,“ segir Jörundur sem sló svo til og sótti um starfið.

video
play-sharp-fill

„Þetta verður líklega til þess að ég þarf að hætta þjálfun eða allavega minnka mikið við mig. Ég er enn í þjálfarateymi Davíðs Snorra með U-21 karla. Við þurfum aðeins að skoða það.“  

Arnar Þór fékk fólk til að hugsa öðruvísi

Sem fyrr segir hefur Jörundur aðstoðað Arnar við starfið vegna anna þess síðarnefnda sem landsliðsþjálfari.

„Um leið og hann verður A-landsliðsþjálfari varð verkefni ívið stærra og alls konar mál sem fylgdu í kjölfarið reyndu mikið á. Þess vegna var ég beðinn um að taka að mér verkefnin í sumar til að losa hann undan þeirri ábyrgð sem hann var með.“

„Starfið fellst aðallega í því að halda utan um þjálfun KSÍ er við kemur landsliðunum. Þetta er svolítið mikið stjórnunarstarf, að aðstoða framkvæmdastjóra eða formann í málum sem tengjast knattspyrnusviðinu.“

Jörundur segir klárt mál að KSÍ þurfi á fleira starfsfólki að halda á knattspyrnusviðinu.

„Við gætum alveg þegið fleiri hendur. Það er mikið álag og fólk oft að vinna fleiri verk sem eru kannski utan þeirra starfslýsingar. Þetta er bara eitthvað sem við búum við og erum vonandi að reyna að laga þetta. Vonandi get ég sannfært þá sem stjórna um að fá fleira fólk. Svo verður að sjá hvað tekst til.“

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Tæknin er alltaf að verða meira áberandi í fótboltanum og meiri áhersla á mælingar, tölur og fleira.

„Ég held að flestir þeir sem ekki tengjast fótboltanum daglega átti sig ekki á hversu mikið þetta er orðið. Við vorum að semja við Statsport varðandi GPS,“ segir Jörundur, sem vonast einnig til að KSÍ semji við fyrirtæki sem sérhæfir sig í gervigreind á næstunni.

Arnar var stór hluti ástæðunnar fyrir því að KSÍ fór að pæla frekar í þessum atriðum.

„Hann fékk okkur í þennan hugsunarhátt, að það væri meira í fótboltanum en að fara bara út og þjálfa. Starf þjálfarans er orðið mun meira en að skipuleggja æfingar og stýra leikjum.“

Sáttur með nýtt fyrirkomulag

Nýtt fyrirkomulag var tekið upp í Bestu deild karla í sumar. Að 22 leikjum loknum var deildinni tvískipt. Jörundur var spurður út í nýja fyrirkomulagið.

„Það er frábært að fá fleiri leiki. Auðvitað hefðu allir viljað að mótið hefði spilast öðruvísi, fyrir utan Breiðablik og kannski þá sem eru í Evrópusætum. Ég hugsa að FH-ingar séu mjög sáttir.

Ég tel að þetta sé eitthvað sem flestir eru sáttir við, ekki allir en flestir,“ segir Jörundur sem vonast til þess að svipað fyrirkomulag verði tekið upp í Bestu deild kvenna.

Jörundur er sáttur við nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla.

Jörundur mun einnig reyna að stuðla að því í nýju starfi sínu að yngri landslið Íslands taki þátt í fleiri verkefnum.

„Við erum aðeins að þokast í rétta átt en betur má ef duga skal. Eitt af mínum verkefnum er að reyna að fjölga verkefnum fyrir yngri landslið. Ég held að það þjóni ekki bara okkur heldur félögunum líka vel. Þarna erum við að fara með afrekshópanna að spila við aðrar þjóðir. Þetta kostar auðvitað peninga. Við erum að skoða hvort við getum sparað hjá okkur til að komast í fleiri verkefni. Sem dæmi slepptum við nýlega að fara á Norðurlandamót með U-16 karla og fórum í staðinn í gríðarlega sterkt mót í Ungverjalandi sem kostaði helmingi minna. Það eru svona leiðir sem við erum að reyna að skoða.“

Leikjum á Norðurlandamótinu sem um ræðir var fækkað úr fjórum í þrjá nýlega og það er KSÍ ekki sátt við.

„Fyrir vikið varð mótið dýrara fyrir okkur. Hver leikur er verðmætur. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ekkert rosalega ánægðar með okkur að við séum mögulega að draga okkur út úr einhverju samstarfi þarna.“

Hægt að bæta ýmislegt kvennamegin

KSÍ færði æfingar yngri flokka yfir í Miðgarð í Garðabæ á dögunum eftir að hafa verið í Kaplakrika síðustu ár. Fyrir stuttu kom þó upp mygla í knattspyrnuhúsi þeirra Garðbæinga.

„Ég treysti því góða fólki sem er í Garðabæ til að finna lausn á þessu. Við ákváðum að fara yfir í Garðabæinn eftir frábært samstarf við FH, ég hef ekkert slæmt um þá að segja,“ segir Jörundur.

Jörundur segir að þó hann sé yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ sé hann ekki yfirþjálfari A-landsliðsþjálfaranna, Arnars og Þorsteinn Halldórssonar.

„Ég er ekki yfirmaður þeirra. Þeir heyra bara undir formanni og stjórn. Hins vegar er miss starf að einhverju leyti að styðja þá og koma með eriðfar spurningar til þeirra, vera tengiliður milli þeirra og stjórnar, reyna að ýta við þeim. Það var umræða um daginn um hvaða leikmenn ættu að vera með A-landsliðinu og hverjur U-21, þarna sé ég fyrir mér að ég myndi koma inn.“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd – Sigtryggur Ari

Það hefur mikil umræða verið um það undanfarið að það sé skortur á miðvörðum sem eru að koma upp úr yngri flokkum í íslenskum karlafótbolta.

„Kvennamegin erum við með fullt af hafsentum og eiginlega of mikið af þeim og fleiri á leiðinni. Kannski vilja ungir krakkar ekki spila hafsent frá unga aldri. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég held að félögin ættu að horfa til. Það er erfiðara að gefa hafsentum tækifæri, það er auðveldara að setja ungan kantmann inn á, hann má gera mistök,“ segir Jörundur.

Umræðunni var svo snúið að kvennalandsliðinu og kvennaknattspyrnu hér á landi.

„Ég hef verið viðloðandi kvennafótbolta ansi lengi og hef verið svo heppinn að þjálfa marga af þeim leikmönnum sem eru að koma upp núna sem kjarni í A-landsliðinu. Það má segja að þetta sé nokkurs konar gullkynslóð. Það er ýmsilegt sem má laga. Það er tæknilega hliðin, leikskilningurinn, kenna hvernig á að spila ákveðnar stöður og framvegis. Okkur finnst þegar stelpur koma inn á landsliðsæfingar að það þurfi að kenna þeim aðeins meira í taktískum atriðum en strákunum. Það eru ákveðnir hlutir sem þarf að ýta á og skoða,“ segir Jörundur.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans