fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Stjarnan staðfestir endurkomu Heiðars sem rifti við Val

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. október 2022 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan hefur staðfest endurkomu Heiðars Ægissonar til félagsins en hann kemur frítt frá Val.

Þessi fjölhæfi leikmaður ákvað fyrir ári síðan að fara frá Stjörnuna og gekk í raðir Vals. Hann fékk samningi sínum þar rift á dögunum.



“Það er ánægjulegt að fá Heiðar aftur heim eftir stutt stopp á Hlíðarenda en eins og allir vita hefur hann staðið sig með sóma hjá okkur í gegnum tíðina og það er ljóst að hann hefur mikinn áhuga á því að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er nú þegar hafin og eftir samtöl við hann undanfarna daga er ljóst að hungrið til að gera vel er sannarlega til staðar sem fellur vel að þeim kúltúr sem við erum að byggja upp innan félagsins. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Garðabænum”, segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla

“Ég er mættur heim og er ótrúlega ánægður með að hafa náð samkomulagi um að spila aftur með uppeldisfélagi mínu. Stjarnan er með mjög spennandi leikmenn innan sinnar raða, eina flottustu aðstöðu landsins og gott teymi í kringum sig. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og góður grunnur myndast í kjölfarið. Það sést best inná vellinum þar sem margir ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið tækifærið og nýtt það vel. Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til að spila með þeim og gefa þeim góð ráð. Ég á frábærar minningar héðan og er ég gífurlega spenntur að búa til fleiri með bestu stuðningsmönnum landsins. Ég hef mikla trú á þessu verkefni sem er framundan, að koma Stjörnunni aftur í fremstu röð. Skíni Stjarnan! ”, segir Heiðar Ægisson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Í gær

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Í gær

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Í gær

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Í gær

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð