fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Í skýjunum þrátt fyrir að hafa ekki sofið í tvo sólarhringa

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, sagði í gærkvöldi að hann hafi ekki sofið í tvo daga fyrir leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Newcastle vann frábæran 1-2 útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið lyfti sér með honum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Hinn 24 ára gamli Guimaraes og unnusta hans, Ada Lidia Martins, eignuðust sitt fyrsta barn á föstudagskvöld, minna en tveimur sólarhringum fyrir leik Newcastle gegn Tottenham.

„Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir mig. Að verða faðir í fyrsta sinn er ótrúlegt. Ég hef ekki sofið í tvo daga. Þetta var einn besti dagur lífs míns,“ sagði Guimaraes eftir leik.

„Ég hefði verið heima en ég elska að vera með strákunum. Þeir gera mig ánægðan og stoltan og við áttum sigurinn skilinn í dag.“

Guimaraes hefur átt gott tímabil með Newcastle og komið að fjórum mörkum í átta leikjum það sem af er í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar endurkomu til Arsenal

Hafnar endurkomu til Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Í gær

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

Segir að Rashford sé með ótrúlegan umboðsmann

Segir að Rashford sé með ótrúlegan umboðsmann