fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Rúnar tjáir sig eftir langa þögn – Þvertekur fyrir að hafa logið

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. október 2022 21:55

John White

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi ítarlega við Stöð 2 Sport um framherjann Kjartan Henry Finnbogason eftir leik við Víking Reykjavík í kvöld.

Mál Kjartans hefur verið í umræðunni undanfarið en hann hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum KR.

KR rifti samningi leikmannsins nýlega en það er eitthvað sem Rúnar viðurkenndi ekki eftir leik gegn Breiðablik í efstu deild.

Þar var Rúnar ásakaður um að ljúga um stöðu leikmannsins en hann þvertekur fyrir það í kvöld og segist ekki hafa vitað að um riftun væri að ræða.

,,Kjartan Henry var ekki í leikmannahópnum eins og þú veist en hans mál hafa farið svolítið á flug sem við vildum ekki og ég efast um að hann hafi viljað,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Þennan örlagaríka fimmtudag þegar hann fær þessa pappíra til að skrifa undir þá gekk ég og við út frá því að þetta væri formsatriði, hlutur sem við höfum gert margoft áður þegar leikmenn eru með ákvæði í sínum samningi.“

,,Hann vissi það að við ætluðum að setjast niður og bjóða honum áframhaldandi samning og í þessu bréfi sem hann skrifar undir þá stendur að leikmannasamningi hans sé sagt upp. Ég hafði ekki hugmynd um það og mætti í viðtal tveimur dögum síðar og sagði að hann væri enn með samning eins og ég hélt. Ég vissi ekki betur en að KR ætlaði að nýta sér eitthvað ákvæði í samningnum.“

,,Kjartan var greinilega ekki sáttur en hann var ekki ósáttari en það að hann tók þátt á æfingunni á fimmtudaginn er hann skrifaði undir pappírinn, hann tók átt á æfingunni á föstudaginn þegar allir þessir hlutir standa í pappírunum. Þann dag sendir hann út Twitter færslu sem gerði það að verkum að ég valdi hann ekki í hópinn fyrir Breiðabliks leikinn.“

,,Það er búið að ræða við Kjartan um það að við viljum semja við hann aftur. Ég myndi aldrei í lífi mínu standa fyrir framan alla sem horfa á Bestu mörkin eða tala fyrir framan alþjóð og ljúga upp í opið geðið á fólki. Ég myndi aldrei ljúga, aldrei. Það er sárt að hlusta á til dæmis Kjartan þar sem hann ásakar mig um að hafa viljandi tekið hann úr liði, ekki verið með hann í hóp svo KR geti nýtt sér einhverja klásúlu. Ég vel þá sem standa sig best á æfingum og haga sér eins og menn.“

Meira:
Einkaviðtal við Kjartan Henry: Stóð á gati eftir ummæli Rúnars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu