fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Tók Óskar tíma að sannfæra alla – „Þeir voru alveg að fá upp í kok á honum“

433
Laugardaginn 22. október 2022 13:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla og Hörður Snævar Jónsson íþróttastjóri Torgs voru gestir í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

Rætt var um Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks sem sagði í vikunni að hann hefði ekki kynnst annari eins liðsheild og samstöðu eins og í Breiðablik.

„Hann kom líka inn á það í viðtalinu að kannski var þetta make or brake tímabil fyrir hann. Hann er mjög demanding. Hann gerir kröfu á leikmennina, sem er gott og eðlilegt á leikmenn með fleiri hundruð þúsund á mánuði fyrir að spila fótbolta,“ sagði Hörður um Íslandsmeistara Breiðabliks.

„Hann þurfti að sýna mönnum í ár að öll þessi vinna og samstaða, hún þurfti að skila mælanlegum árangri. Þegar menn leggja svona mikið á sig, þarna sáu að menn að það skilaði árangri. Hann hefur verið með flesta á sínu bandi en þarna negldi hann alla.“

Davíð Smári tók þá til máls. „Mér fannst mikill munur á Blika liðinu á þeirra vegferð, hvað þetta varðar. Þegar Óskar kom fyrst inn, hann gerir kröfur. Það voru ekkert allir að trúa þessu, þeir voru vel spilandi og árangurinn var ekki eins og það átti að vera. Þetta er það tímabil sem allur klefinn var á bak við. Ég hef átt samskipti við marga í þessu liði, maður fann í byrjun að það voru ekki allir seldir.“

Hörður Snævar sagði þá frá því að fyrir tímabilið 2020 hafi hann rætt við nokkra leikmenn Blika. „Þeir voru alveg að fá upp í kok á honum, hann var ekki að ná öllum. Það leið á síðasta tímabil og þá fóru menn all in með honum.“

Umræðan um þetta er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum
Hide picture