fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Skilur dimma dalinn sem Jóhann Berg hefur verið í – „Margir hafa afskrifað hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. október 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany stjóri Burnley segist þekkja þann dimma stað sem Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley hefur verið á vegna meiðsla.

Jóhann var lengi fjarverandi á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hefur á þessu tímabili verið í hóp og spilað í flestum leikjum Burnley.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd því ég veit nákvæmlega hvar hann hefur verið,“ sagði Kompany.

Kompany glímdi við mikið af meiðslum um tíma hjá Manchester City þar sem hann var fyrirliði.

„Ég veit hversu dimmur dalur það getur verið fyrir atvinnumann með jafn mikla hæfileika eins og hann.“

Jóhann var á skotskónum hjá Burnley í miðri viku gegn Birmingham en hann var að skora sitt fyrsta mark í tuttugu mánuði.

„Ég skil stöðu hans vegna þess að ég hef verið í hans stöðu sem atvinnumaður. Ég get tengt við þetta.“

„Margir hafa afskrifað hann og breytt skoðun sínu á hann. Markið er gott, hann mun alltaf njóta þess að skora. Eftir langa fjarveru er það mikilvægasta að vera í hópnum. Þú lærir að meta litlu hlutina, að æfa á hverjum degi og leggja þitt að mörkum eins og Jóhann hefur gert. Svo er að vaxa og komast í liðið, það er besta leiðin.“

„Svo lengi sem hann er þolinmóður, skilar sínu á æfingum og í leikjum þá er það gott. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir