fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Ronaldo geti tekið Messi sér til fyrirmyndar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 14:30

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor segir að Cristiano Ronaldo geti tekið Lionel Messi sér til fyrirmyndar, nú þegar kapparnir eru komnir á efri árin í fótboltanum.

Ronaldo er í aukahlutverki hjá Manchester United. Hann kom ekki við sögu í leik gegn Tottenham í gær. Hann strunsaði af Old Trafford áður en leiknum lauk.

Messi er kominn til Paris Saint-Germain í Frakklandi en er ekki langstærsta stjarna liðsins líkt og hann var hjá Barcelona.

Þeir tveir eru af mörgum taldir bestu knattspyrnumenn allra tíma.

„Ég hef horft mikið á leiki með PSG og Messi er oft tekinn af velli. Hann býr ekki til neitt atriði í kringum það. Hann gengur af velli, tekur í höndina á stjóranum og fær sér sæti á bekknum,“ segir Agbonlahor.

„Þó svo að þú sért stórkostlegur leikmaður getur þú ekki hugsað að það sé ekki hægt að taka þig út af.

Ef þú ert ekki að standa þig eru aðrir sem geta komið og tekið þitt sæti. Þú verður bara að höndla þetta betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“