fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Nýjar vendingar varðandi Ofurdeildina sem fær byr í seglin – Einn vandi sem þarf að yfirstíga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 12:52

Florentino Perez, forseti Real Madrid, Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem standa að baki hugmyndinni um nýja Ofurdeild Evrópu hafa síður en svo gefist upp, ef marka má nýjustu fréttir.

Hugmyndin um deildina var sett á laggirnar vorið 2021. Hún féll þó um sjálfa sig eftir hörð mótmæli stuðningsmanna.

Tólf stórlið í Evrópuboltanum ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni og yfirgefa þannig Evrópukeppnir á vegum UEFA. Þetta voru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham á Englandi, Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid á Spáni og AC Milan, Inter og Juventus á Ítalíu.

Þremur dögum eftir að hugmyndin var sett fram drógu öll ensku félögin sig til baka. Í kjölfarið gerðu það þrjú félög í viðbót, öll nema Barcelona, Real Madrid og Juventus, sem hafa ekki gefist upp.

A22 Sports Management er fyrirtækið sem stendur að baki Ofurdeildinni. Hefur það ráðið nýjan forstjóra, Bernd Reichart. Hann segir breytinga þörf í evrópskum fótbolta. Sem fyrr segir hefur hann stuðning Barcelona, Real Madrid og Juventus.

Þeir sem standa að baki Ofurdeildinni eru að undirbúa það að kynna hana til leiks á ný. Sagt er að hún gæti verið sett á laggirnar innan tveggja ára. Samkvæmt fréttum yrði deildin opin, þar sem lið gætu fallið og komist upp um deild, líkt og þekkist í flestum deildum Evrópu.

Vandinn fyrir þá sem styðja hugmyndina er sá að ekkert ensku félaganna stendur við bakið á henni. Enska úrvalsdeildin er sú langvinsælasta í heimi. Þyrfti deildin því á liðum þaðan að halda til að geta verið samkeppnishæf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar