fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Nýjar vendingar varðandi Ofurdeildina sem fær byr í seglin – Einn vandi sem þarf að yfirstíga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 12:52

Florentino Perez, forseti Real Madrid, Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem standa að baki hugmyndinni um nýja Ofurdeild Evrópu hafa síður en svo gefist upp, ef marka má nýjustu fréttir.

Hugmyndin um deildina var sett á laggirnar vorið 2021. Hún féll þó um sjálfa sig eftir hörð mótmæli stuðningsmanna.

Tólf stórlið í Evrópuboltanum ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni og yfirgefa þannig Evrópukeppnir á vegum UEFA. Þetta voru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham á Englandi, Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid á Spáni og AC Milan, Inter og Juventus á Ítalíu.

Þremur dögum eftir að hugmyndin var sett fram drógu öll ensku félögin sig til baka. Í kjölfarið gerðu það þrjú félög í viðbót, öll nema Barcelona, Real Madrid og Juventus, sem hafa ekki gefist upp.

A22 Sports Management er fyrirtækið sem stendur að baki Ofurdeildinni. Hefur það ráðið nýjan forstjóra, Bernd Reichart. Hann segir breytinga þörf í evrópskum fótbolta. Sem fyrr segir hefur hann stuðning Barcelona, Real Madrid og Juventus.

Þeir sem standa að baki Ofurdeildinni eru að undirbúa það að kynna hana til leiks á ný. Sagt er að hún gæti verið sett á laggirnar innan tveggja ára. Samkvæmt fréttum yrði deildin opin, þar sem lið gætu fallið og komist upp um deild, líkt og þekkist í flestum deildum Evrópu.

Vandinn fyrir þá sem styðja hugmyndina er sá að ekkert ensku félaganna stendur við bakið á henni. Enska úrvalsdeildin er sú langvinsælasta í heimi. Þyrfti deildin því á liðum þaðan að halda til að geta verið samkeppnishæf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Í gær

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Í gær

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta