fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hinn öflugi Ívar framlengir við KA

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024.

„Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir á vef KA.

Ívar er 26 ára gamall og hefur verið einn besti miðvörður Bestu deildarinnar í sumar en ekki nóg með að vera frábær varnarmaður er Ívar magnaður karakter sem gefst aldrei upp og mikill félagsmaður en hann er uppalinn hjá KA.

Þá var faðir hans, Árni Freysteinsson, leikmaður í Íslandsmeistaraliði KA sumarið 1989.

„Alls hefur Ívar leikið 89 leiki fyrir KA í deild og bikar og gerði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið í sumar í 4-3 heimasigri á ÍBV. Það eru gríðarlega jákvæðar fregnir að við höldum honum áfram innan okkar raða og verður áfram spennandi að fylgjast með okkar manni á komandi árum en það styttist í hundraðasta leik hans fyrir félagið og þá er spennandi Evrópuverkefni framundan á næstu leiktíð,“ segir á vef KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig