fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Athyglisverð aðferð Óskars svínvirkaði- „Svo vaknar þú á mánudegi og það gerðist ekkert, lífið heldur áfram“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 10:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Blika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, er gestur í nýjasta þætti 433.is. Þar er farið vel yfir tímabil sem leið, aðdragandann að því og margt fleira.

Það varð staðfest á mánudaginn í síðustu viku að Breiðablik væri búið að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í tólf ár. Það fékkst staðfest þegar Víkingur R. tapaði 2-1 gegn Stjörninni.

Leikmenn Breiðabliks horfði á leikinn saman og fögnuðu vel og innilega þegar ljóst varð að titillinn væri kominn í höfn. Óskar segir þó að menn hafi ekki getað farið fram úr sér, liðið mætti KR á laugardag. Þar var fjöldi áhorfenda mættur til að fagna titlinum með sínu liði.

„Á þriðjudeginum tók svo bara við grámygla hversdagsleikans þar sem við þurftum að undirbúa leik á móti KR. Þetta varð svo aðeins raunverulegra á laugardaginn. Þetta er staða sem ég eða leikmennirnir þekkja ekki vel, að klára titil þegar það er svona mikið eftir. Það felast áskoranir í þessu,“ segir Óskar í þættinum.

video
play-sharp-fill

Svekkelsið að baki síðasta haust

Breiðablik missti naumlega af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð þegar Víkingur vann. Svekkelsið var mikið en menn voru þó gíraðir í nýja leiktíð, að sögn Óskars.

„Ég upplifði það mjög sterkt þegar við komum til baka í lok október í fyrra. Það var mikið hungur og menn voru búnir að leggja til hliðar svekkelsið og vonbrigðin. Menn voru búnir að gleyma, þó ekki alveg, þegar himininn hrundi yfir okkur þennan sunnudagseftirmiðdag í Kaplakrika. Ég fann að það þyrfti ekkert rosalega mikið til að halda mönnum á tánum.“

Á Óskar þarna við tapleik Blika gegn FH seint á síðustu leiktíð. Á sama tíma vann Víkingur afar dramatískan sigur á KR og kom sér á toppinn.

„Ég hef ekki kynnst hóp sem er jafnsterkur og þéttur og þetta Blikalið. Þetta eru menn sem eru tilbúnir að fórna öllu fyrir þig.“

Mynd/Helgi Viðar

Undirbúningstímabil Breiðabliks í vetur var þétt og stíft. Í janúar bryddaði félagið upp á nýjungum, er það tók þátt í æfingamótinu Atlantic Cup. Þar mættu Blikar dönsku stórveldunum FCK og Midtjylland, sem og varaliði Brentford.

„Menn höfðu alltaf þessa gulrót að vera að fara til Portúgal, máta sig við sterk lið. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera í góðu formi þar. Þú kemst ekki í gott form og verður ekki betri ef þú situr með lappirnar uppi í sófa og bíður eftir því. Það þarf að hafa fyrir því. Það er ekki bara í fótbolta. Ef þú ert á vinnumarkaði þarftu að vinna og leggja á þig til að verða betri.“

Keppnin hafði þó sitt að segja þegar Blikar komu aftur heim og héldu undirbúningstímabili sínu hér á landi áfram.

 „Það var erfitt. Við vorum alls ekki ferskir og alls ekki neitt sérstaklega góðir. Við eiginlega höktum í gegnum þá. Þegar það var farið að líða nálægt móti vorum við í raun á báðum áttum hvort við höfum farið rétta leið og sett undirbúningstímabilið rétt upp.“

Óskar var það þó ekki lengi. Blikar áttu frábært Íslandsmót. „Ég mæli með því við alla að reyna eftir fremsta megni að máta sig við góð erlend lið.“

Ísak veit að það er mikil vinna framundan

Ísak Snær Þorvaldsson fór á kostum í liði Breiðabliks í sumar. Hann varð óvænt ein af stjörnum Bestu deildarinnar. Ísak hefur skorað þrettán mörk í deildinni.

„Það var áskorun að finna hans eiginleika og farveg inni í Blikaliðinu. Við verðum að vera hreinskilin með það, og höfum farið yfir þetta, að líkamlegt ástand hans þegar hann kemur er mjög lélegt. Hann var meðvitaður um það. Hann gat ekki spilað á miðjunni hjá okkur, nema fimm mínútur og fimm mínútur. Veturinn hjá honum fór í að taka utan um líkamlegt ástand sitt og ná stjórn á því. Eiginleikarnir sem hann er með þegar hann er í formi og búinn að læra á skrokkinn sinn eru ótrúlegir. Ráin hans er svakalega há.

Það þarf að nota Ísak rétt, spila upp á styrkleika hans, sem eru umtalsverðir. Ekki biðja hann um að gera hluti sem eru honum ekki eðlislægir. Hann er góður æfingamaður, frábær liðsfélagi og þrátt fyrir alla umfjölluna fannst mér hann aldrei verða of stór.“

Nú hefur Ísak verið seldur til stórliðs Rosenborg í Noregi, þangað sem hann fer í vetur.

„Hann veit það jafnvel og ég og aðrir að þetta er ekki búið hjá honum. Það er alvöru vinna framundan. Það alvöru vinna að halda sér í toppformi og flytja sig upp á það stig sem þarf til að standa sig fyrir Rosenborg í hverri viku.“

Óskar var spurður út í það hvernig það hefði verið að gíra menn upp í annað tímabil ef titillinn hefði ekki dottið í hús í ár.

„Það hefði orðið ærið verkefni á næsta undirbúningstímabili að ná mönnum upp á tærnar á undirbúningstímabilinu með því að selja sömu söguna. Ég hefði þurft að fara mjög frumlegar leiðir til að mótivera hópinn fyrir annað erfitt og langt undirbúningstímabil.

Það er vert að hugsa til þess hversu mikilvægur er árangur, hversu mikilvægur er titillinn, hversu mikill hluti af hvatningunni er að ná í titilinn?“

Hætti að ræða tapleiki

Fyrr í sumar komst það í fréttirnar þegar einhverjir leikmenn Víkings skutu á Breiðablik og sögðu að liðið myndi alltaf brotna þegar allt væri undir.

„Þú ert með tuttugu manna hóp og fullt af fólki í kringum liðið og þetta fer misjafnt ofan í menn. Sumir verða alveg brjálaðir og öðrum er alveg sama. Sumir vita ekki af þessu. Þegar hópurinn tekur þessu á svona misjafnan hátt þá reynir þú að leiða þetta hjá þér,“ segir Óskar.

„Það er allt í lagi að vera pirraður yfir því og kannski óttast þess að kannski verði orð Erlings Agnarssonar, Danijel Djuric, Kára Árnasonar, Arnar Gunnlaugssonar, eða hvers þess sem er að reyna að hafa áhrif á menn með orðum. Það er allt í lagi að hafa áhyggjur af því. Það eina sem við þurfum að passa okkur á er að láta það ekki stjórna okkur.

Það er allt í lagi að vera hræddur við að gera mistök, að tapa leikjum eða missa af titlinum.“

Óskar segir frá því í viðtalinu að hann sé hættur að ræða tapleiki við lið sitt. Það hjálpaði í sumar.

„Í hvert sinn sem við töpuðum leik þá töluðum við ekki um það. Við greindum það ekki, töluðum ekki um það. Ég byrjaði á þessu með Gróttu. Við töpuðum 6-0 á móti Vestra. Við ræddum aldrei þennan leik,“ segir Óskar.

Hann gerði slíkt hið sama eftir tapið erfiða gegn FH í fyrra, þar sem Víkingur vann KR á sama tíma.

„Þetta er versta tap sem þú getur lent í, en svo vaknar þú á mánudegi og það gerðist ekkert, lífið heldur áfram. Þú ferð bara á æfingu og ert með fjölskyldunni þinni. Það eru allir heilir og það kom ekki neitt fyrir neinn. Þú bara stendur upp. Og þegar þú stendur upp eftir þetta tap, hversu auðvelt er að standa upp eftir tap á móti Víkingi í bikarnum eða Val á Hlíðarenda. Það sjá allir að það er enginn heimsendir að tapa,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
Hide picture