fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Björn Bergmann meistari með Molde – Brynjólfur og félagar nálgast fall

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. október 2022 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bergmann Sigurðarson er leikmaður Molde í Noregi en liðið varð í dag norskur meistari í fimmta sinn.

Því miður hefur Björn Bergmann ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla en Molde er á toppnum með 66 stig eftir 26 umferðir.

Molde lagði lið Lilleström í dag 1-0 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá því síðarnefnda.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodo/Glimt sem burstaði Valerenga 6-0 á útivelli.

Brynjar Ingi Bjarnason er leikmaður Valerenga en sat sem fastast á bekknum í tapinu.

Evrópubaráttan er hörð í Noregi en í öðru sæti situr Bodo/Glimt með 51 stig og er Rosenborg í því þriðja með 50 stig.

Þar á eftir kemur einmitt Lilleström með 47 stig þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni.

Brynjólfur Andersen Willumsson var allan tímann á bekk hjá Kristiansund sem tapaði 1-0 heima gegn Haugesund.

Kristiansund er líklega á leið niður í B-deildina en liðið er með 18 stig, níu st igum frá öruggu sæti.

Patrik Gunnarsson varði þá mark Viking sem tapaði 1-0 gegn Sarpsborg en bæði lið eru á þægilegum stað um miðja deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar