Manchester City mistekst ekki oft að skora en það gerðist í gær er liðið mætti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.
Man City gerði markalaust jafntefli við Íslendingalið FCK en liðið spilaði manni færri alveg frá 30. mínútu eftir rauða spjald Sergio Gomez. Hákon Arnar Haraldsson byrjaði fyrir FCK en fór af velli á 59. mínútu fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson.
Man City klikkaði einnig á vítaspyrnu í leiknum en Riyad Mahrez mistókst að skora úr henni á 25. mínútu.
Hákon Arnar hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína en þessi 19 ára leikmaður þótti óhræddur við stærstu stjörnur fótboltans.
Spilamennsku Hákons má sjá í myndbrotinu hér að neðan.
Hákon Arnar Haraldsson (2003) 🇮🇸
vs Man City pic.twitter.com/sml2NfRQd7— NORSTATS. (@Nor_ball) October 12, 2022