fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Davíð Smári hættir með Kórdrengi – ,,It’s been one hell of a ride“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 19:59

Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari Kórdrengja í Lengjudeild karla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kvöld og ljóst er að breytingar verða gerðar fyrir næsta tímabil.

Lengjudeildinni er lokið í bili en Kórdrengir héldu sæti sínu í sumar og það ansi þægilega.

Davíð hefur náð mögnuðum árangri með Kórdrengi undanfarin sex ár en liðið er nú í næst efstu deild eftir að hafa byrjað í þeirri neðstu fyrir ekki svo löngu.

Davíð þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni en tilkynningu hans má lesa hér.

Tilkynning Davíðs:

Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að ný afstaðið tímabil hafi verið mitt síðasta sem þjálfari Kórdrengja. Þessi tími síðastliðin 6 ár hefur líklega verið minn allra besti, skemmtilegasti og lærdómsríkasti í mínu lífi og það hefur verið algjör heiður að fá að þjálfa þá leikmenn sem spiluðu fyrir Kórdrengi. Ég er þeim gríðarlega þakklátur fyrir traustið og vinnusemina og það sem þeir hafa lagt á sig til að skapa það sem ég og félagið stöndum fyrir. Minningarnar eru endalausar og það er erfitt að brosa ekki þegar maður hugsar til baka. Ég veit að allir þeir sem spiluðuð fyrir Kórdrengi, hvort sem það var í eitt tímabil eða fleiri vita að þetta var einstakt, að komast upp um allar þessar deildir á þessum stutta tíma og að ná að skapa þenna stöðugleika í næst efstu deild er magnað. Þetta er sérstakt lið sem hefur skrifað sína sögu sem ekki verður endurtekin og þetta gerðum við allt þrátt fyrir að keyra uppí móti allan tímann!
Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í komandi framtíð úr stúkunni!

Síðast en ekki síst risa ÞAKKIR til þeirra sem trúðu á mig og unnu með mér við þjálfun liðsinns

ITS BEEN ONE HELL OF A RIDE

Takk fyrir mig

Davíð Smári

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba