fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ræddu hvað þyrfti til að skrifa söguna á þriðjudag

433
Sunnudaginn 9. október 2022 15:00

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mist Edvardsdóttir er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar með Benna Bó á Hringbraut. Hún mætti í settið ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. 

Þar var íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu til umræðu en liðið á fram undan úrslitaleik gegn Portúgal á útivelli um laust sæti á HM 2023.

Mist segir að þegar hún horfði á Evrópumótið á Englandi í sumar fannst henni leikur Íslands gegn Frakklandi vera besti leikur íslenska liðsins á mótinu.

„Ég væri til að sjá Söru sem djúpan miðjumann og fá Dagnýju framar. Mér fannst það virka á móti Frökkum. Sara var svolítið í því að tengja við vörnina.“ 

Hörður benti á það að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands hefði viðurkennt það að hvernig liðið hélt í boltann á móti Hollandi var ekki nógu gott.

„Það kom líka í ljóst hversu mikil Karólína Lea var í þessu miðju-sóknarspili. Hún er góð í að þræða kant- og sóknarmenn í gegn, þannig það er mikil eftirsjá af því að hún sé ekki með. En ég held það sé bara góður möguleiki á þessu HM-sæti. Það væri gott næsta skref, þetta Evrópusæti er bara orðið vani þó það eigi kannski ekki að vera þannig.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
Hide picture