fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Mourinho einum sigri frá því að verða sá sigursælasti

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. október 2022 18:25

Getty IMages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Roma, missti af stórum áfanga í gær er hans menn töpuðu 2-1 gegn Real Betis í Evrópudeildinni.

Roma þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í þessum leik og eru í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Mourinho er við það að verða sigursælasti þjálfarinn í Evrópukeppnum en hann hefur unnið 106 leiki hingað til.

Það eru jafn margir leikir og Sir Alex Ferguson vann á sínum tíma sem stjóri Manchester United en hann hefur lagt þjálfarabókina á hilluna.

Mourinho þurfti aðeins að vinna leikinn í gær til að komast á toppinn en á eftir honum er Carlo Ancelotti með 105 sigra en hann er í dag stjóri Real Madrid.

Portúgalinn hefur unnið allar Evrópukeppnirnar hingað til og síðast Sambandsdeildina með einmitt Roma á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur