fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Ekki rétt að Valur vilji losa alla sem eru að verða samningslausir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 13:34

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir um að Valur ætli ekki að bjóða fjölda leikmanna nýjan samning eru ekki réttar. Þetta segir Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar við 433.is.

„Það eru sögusagnir um það að aðrir leikmenn sem eru að renna út á samning hjá Val að það verði ekki endursamið við þá. Það eru skilaboð frá nýjum þjálfara að hann sjái ekki að hann þurfi á þeim að halda,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og á þar við Arnar Grétarsson sem tekur við Val eftir tímabilið.

Nefnt var að Birkir Már Sævarsson væri í þessum hópi en Sigurður segir í samtali við 433.is að unnið sé í þessum málum.

Einhverjum standi til boða að vera áfram í Val en ekki öllum. „Það er eins og gengur og gerist í þessum málum,“ segir Sigurður.

Birkir Heimisson, Sebastian Hedlund, Arnór Smárason, Orri Sigurður Ómarsson, Rasmus ChristiansenLasse Petry og fleiri eru að verða samningslausir.

Búist er við að nokkrir af þeim verði í raun áfram hjá félaginu samkvæmt Sigurði sem segir viðræður vera í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds
433Sport
Í gær

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar