fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ten Hag aðeins sá annar til að vera valinn bestur síðan Ferguson

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 11:00

Ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var fyrir helgi valinn þjálfari mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Ten Hag hefur byrjað tíma sinn nokkuð vel í Manchester þrátt fyrir erfiða byrjun með tapi gegn Brighton og svo Brentford.

Síðan þá hefur Man Utd tekið við sér og fékk Hollendingurinn viðurkenningu fyrir sín störf fyrir september mánuð.

Athygli vekur að Ten Hag er aðeins annar stjóri Man Utd síðan Sir Alex Ferguson hætti til að vinna þessi verðlaun.

Ole Gunnar Solskjær vann einnig til þessara verðlauna á sínum tíma en hann var einmitt rekinn á síðustu leiktíð.

David Moyes, Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ralf Rangnick fengu aldrei þessa viðurkenningu en þeir hafa allir starfað hjá félaginu síðan Ferguson hætti árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“