fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Gerrard: Ég býst við að heyra þessa spurningu margoft

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 17:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, hefur tjáð sig um miðjumanninn Douglas Luiz sem var á óskalista Arsenal í sumar.

Arsenal reyndi að fá Luiz í sínar raðir á gluggadeginum en hann hefur hingað til neitað að framlengja samning sinn á Villa Park.

Gerrard segir að það sé ekkert að frétta af framlengingu leikmannsins en að hann sé að gera vel með liðinu þrátt fyrir að hafa verið opinn fyrir því að kveðja í sumar.

,,Það eru engar fréttir af framlengingunni, svo staðan hefur ekkert breyst. Hann er þó einbeittur og æfir vel,“ sagði Gerrard.

,,Er ég hissa á þessum sögusögnum? Nei, því við erum með ungan brasilískan leikmann sem er mjög hæfileikaríkur. Ég býst við að heyra þessa spurningu margoft á tímabilinu.“

,,Við viljum halda honum hérna, ég held að eigendurnir séu að gera mikið til að láta verða úr því. Við vildum ekki missa hann á lokadegi gluggans og hann hefur spilað vel síðan þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid