fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Jón Þór Hauksson í viðræðum um að taka við ÍA

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. janúar 2022 17:18

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA hefur fengið leyfi frá Vestra til að ræða við Jón Þór Hauksson um að taka við þjálfun liðsins. Þetta staðfesti Eggert Ingólfur Herbertsson formaður knattspyrnufélags ÍA við 433.is.

„Við fengum leyfi frá Vestra og þetta er bara í ferli,“ sagði Eggert í samtali við 433.is. Jón Þór tók við Vestra á síðustu leiktíð og vann frábært starf þar í Lengjudeildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa viðræður ÍA og Jóns Þórs gengið vel en eftir á að klára samkomulag milli ÍA og Vestra. Líklegt er að Jón Þór stígi skrefið upp í efstu deild.

Jóhannes Karl Guðjónsson lét af störfum hjá ÍA í síðustu viku til að gerast aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Jón Þór stýrði ÍA um nokkurt skeið árið 2017 þegar Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Hann gerðist svo aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og tók svo við kvennalandsliði Íslands.

Jón Þór tók við Vestra síðasta sumar og kom liðinu í undanúrslit bikarsins. Allt stefnir í að hann snúi á heimaslóðir en Jón Þór og fjölskylda hans er búsett á Akranesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband