fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 11:45

Antonio Conte. Mynd: Tottenham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Redknapp telur ágætis líkur á því að Antonio Conte segi upp störfum hjá Tottenham í sumar ef ekki félagið rífur ekki upp veskið á næstu dögum.

Conte er kröfuharður og vill fá inn leikmenn til að styrkja Tottenham. Liðið er í dauðafæri á því að ná fjórða sæti deildarinnar.

Conte hefur gert vel með Tottenham en liðið tapaði gegn Chelsea í gær. „Það hlýtur að vera samkomulag milli hans og Daniel Levy um leikmenn. Conte vantar leikmenn,“ sagði Redknapp.

„Hann hefur unnið frábært starf, Tottenham er nálægt fjórða sætinu. Enginn annar stjóri hefði getað þetta í þessari stöðu.“

„Hann verður að fá leikmenn, tvo til fjóra leikmenn. Tottenham hefur níu daga til þess og Daniel Levy er erfiður í svona málum.“

„Ef þú styður ekki Conte þá fer hann. Skoðaðu söguna hjá Inter, hann fer ef þú stendur ekki við loforðin.“

Conte tók við Tottenham í nóvember og hefur liðið bætt leik sinn hratt undir hans stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist