fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Fjarlægðu dagsetningar í frétt af máli Gylfa Þórs – Stóð aldrei til boða að framlengja farbann um aðeins þrjá daga

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 11:17

Það eru líkur á því að Gylfi spili á Íslandi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska götublaðið The Sun hefur fjarlægt dagsetningar úr frétt sinni sem birtist á dögunum þess efnis að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, yrði laus gegn tryggingu í máli sínu í þrjá daga til viðbótar. Þess í stað stendur nú að ákvörðun um framlengingu á farbanni hafi verið tekin.

Í dag var það tilkynnt að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingar næstu þrjá mánuðina en hann er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða einstaklingi.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðun um framlengingu til þriggja mánaða í málinu hafi legið fyrir í nokkra daga. Það hafi aldrei komið til greina hjá yfirvöldum í Bretlandi að það yrði aðeins framlengt til þriggja daga.

Farbann yfir Gylfa hefur nú verið framlengt í þrígang.

Gylfi Þór var handtekinn um miðjan júlí á síðasta ári og grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Samkvæmt miðlum á Bretlandseyjum hefur Gylfi Þór harðneitað sök í málinu.

Skömmu eftir handtökuna var Gylfi látinn laus gegn tryggingu og hefur verið laus síðan þá.

Þann 19. júlí á síðasta ári var það tilkynnt af hálfu enska úrvalsdeildarfélagsins Everton að leikmaður liðsins hefði verið sendur í ótímabundið leyfi hjá félaginu vegna lögreglurannsóknar. Um var að ræða Gylfa Þór sem hefur enn ekki verið nafngreindur í enskum miðlum sökum vegna lagalegra ástæðna.

Gylfi er á samningi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en samningur hans þar rennur út í sumar. Síðan að málið kom upp hefur Gylfi Þór ekkert spilað fyrir liðið, hann var ekki í leikmannahópi liðsins sem skráður var í ensku úrvalsdeildina og hefur einnig ekki verið hluti af íslenska landsliðinu.

Lögreglan ytra hefur gefið sér góðan tíma í rannsókn málsins sem hefur teygt anga sína yfir marga mánuði en í sambærilegu máli frá árinu 2015 sem varðaði annan knattspyrnumann tók rannsókn málsins aðeins sex vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool