fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Afríkukeppnin: Meistararnir úr leik – Riðlakeppni lokið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 21:00

Riyad Mahrez og félagar eru úr leik. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag og í kvöld var leikið í lokaumferð riðla E og F í Afríkukeppninni. Þar með er riðlakeppni mótsins lokið.

Meistarnir úr leik – Kwame sá rautt

Alsír er ríkjandi Afríkumeistari. Liðið féll hins vegar úr leik í dag eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni.

Franck Kessie og Ibrahim Sangare sáu til þess að Fílabeinsströndin leiddi 2-0 í hálfleik. Nikolas Pepe kom þeim svo í 3-0 á 54. mínútu. Sofiane Bendebka minnkaði muninn fyrir Alsír þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks.

Á sama tíma vann Miðbaugs-Gínea 1-0 sigur á Sierra Leone.

Pablo Ganet skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu. Kwame Quee, sem lék með Víkingi Reykjavík í sumar, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok leiks.

Fílabeinsströndin vinnur riðilinn með 7 stig. Miðbaugs-Gínea fylgir þeim í 16-liða úrslit með 6 stig.

Þrjú lið áfram úr F-riðli

Í F-riðli vann Malí 2-0 sigur á Márataníu. Massadio Haidara og Ibrahima Kone gerðu mörk liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Á sama tíma vann Gambía dramatískan 1-0 sigur á Túnis. Ablie Jallow skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Malí og Gambía fara áfram sem tvö efstu lið þessa riðils með 7 stig. Túnis fylgir þeim í 16-liða úrslit þar sem liðið er þriðja stiga hæsta lið keppninnar sem hafnar í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld