Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fengið sænska markvörðinn Robin Olsen á láni frá Roma það sem eftir er leiktíðarinnar. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni rétt í þessu.
Olsen, sem er 32 ára gamall, varði fyrri hluta leiktíðarinnar á láni hjá Sheffield United en missti sæti sitt vegna meiðsla.
Hann hefur mikla reynslu og hefur leikið í ýmsum deildum, þar á meðal ítölsku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Hann er þar að auki aðalmarkvörður sænska landsliðsins og lék alla fjóra leikina með liðinu á EM 2020.
Välkommen, Robin Olsen!
— Aston Villa (@AVFCOfficial) January 18, 2022