Erling Braut Haaland var í sínu besta skapi þegar Dortmund vann góðan 5-1 sigur á Freiburg í þýska boltanum í gær.
Haaland skoraði tvö mörk í sigrinum góða en það gerði Thomas Meunier einnig sem skoraði fyrstu mörk leiksins. Leikurinn var í beinni útsendingu á Viaplay líkt og allir leikir í þýsku úrvalsdeildinni.
Dortmund situr í öðru sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Bayern sem vann góðan sigur í dag.
Sjáðu einnig:
Sjáðu öll mörkin úr sigri Bayern í dag.
Líklegt er að Haaland yfirgefi Dortmund í sumar en þýska félagið vill að hann taki ákvörðun um framtíð sína á næstu vikum.
Öll helstu atvik leiksins má sjá hér að neðan. Myndskeiðið er birt með leyfi Viaplay.