fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Pogba um tímann í Manchester: ,,Það er ekkert leyndarmál“

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. september 2022 18:51

Paul Pogba ásamt Bruno Fernandes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba samdi við Juventus í sumar en hann yfirgaf einmitt félagið fyrir Manchester United árið 2016.

Pogba var þar að snúa aftur til Manchester en náði aldrei að standast væntingar eftir að hafa kostað 89 milljónir punda.

Frakkinn viðurkennir að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel á Old Trafford og taldi rétta skrefið vera að snúa aftur til Ítalíu.

Pogba var frábær fyrir Juventus áður en hann hélt til Englands á ný og er vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.

,,Ég tel að það hafi verið hjartað sem tók ákvörðunina um að snúa aftur til Juventus. Þetta var líka mögulega rétti tíminn,“ sagði Pogba.

,,Undanfarin þrjú ár í Manchester þá var ég mikið meiddur en hlutirnir gengu ekki upp eins og ég hefði viljað, það er ekkert leyndarmál.“

,,Þetta var góð áskorun fyrir bæði mig og Juventus, kannski var þetta rétti tíminn að koma aftur saman og reyna að koma liðinu á rétta braut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn