Heimsmeistaramótið í Katar fer fram síðar á þessi ári. Stærstu stjörnur heims, þar á meðal Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, verða í eldlínunni.
Mótið hefst þann 20. nóvember og verður úrslitaleikurinn spilaður þann 18. desember.
Glöggir hafa tekið eftir því þegar mögulegar sviðsmyndir fyrir mótið eru skoðaðar að Argentína og Portúgal gætu mæst í úrslitaleiknum.
Argentína er í C-riðli með Sádi-Arabíu, Mexíkó og Póllandi.
Portúgal er í H-riðli með Gana, Úrúgvæ og Suður-Kóreu.
Messi leikur að sjálfsögðu með argentíska landsliðinu og Ronaldo með því portúgalska. Flestir eru sammála um það að þetta séu tveir bestu knattspyrnumenn samtímans.
Fari svo að bæði lið vinni alla sína leiki í útsláttarkeppninni, mætast þau í úrslitaleiknum þann 18. desember. Ljóst er að það yrði draumaútkoma ansi margra.