fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Segir að Klopp sé ástæðan fyrir brottför Mane

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 19:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane yfirgaf lið Liverpool í sumar og skrifaði undir hjá þýsku risunum í Bayern Munchen.

Mane var lengi einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool eftir að hafa komið frá Southampton sem leikur einnig í efstu deild Englands.

Salif Diao, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því máli að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi verið ástæðan fyrir brottför Mane.

Diao telur að Mane hafi ekki fundið fyrir nógu mikilli ást frá Klopp á Anfield og ákvað þess vegna að færa sig um set í sumar.

,,Hann var hérna í nokkur ár og á einhverjum tímapunkti þá tel ég að hann hafi ekki fundið fyrir þeirri ást sem hann þurfti á að halda, á Anfield,“ sagði Diao.

,,Ég er ekki að tala um stuðningsmennina, ég held að þetta tengist stjóranum. Hlutirnir voru ekki að ganga eins og þeir áttu að gera svo hann ákvað að leita að nýrri áskorun.“

,,Sem toppleikmaður, eftir fjögur eða fimm ár hjá félagi er alltaf gott að leita að nýrri áskorun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð