fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
433Sport

Hafa áhuga á að taka De Gea frítt frá Man Utd

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. september 2022 19:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Juventus muni leita til Manchester næsta sumar og reyna við markmanninn David de Gea.

Calcio Mercato á Ítalíu greinir frá en De Gea verður samningslaus næsta sumar og má fara annað frítt.

Hingað til hefur ekki gengið að semja um nýjan samning en De Gea hefur lengi verið aðalmarkvörður Man Utd og þykir einn sá besti í að verja bolta.

Spánverjinn hefur þó einnig legið undir gagnrýni og þykir ekki nógu ákafur þegar boltinn berst inn í vítateig.

Juventus hefur áhuga á að semja við De Gea sem má ræða við ný félög í janúar ef ekki tekst að semja upp á nýtt.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er sagður opinn fyrir því að losna við De Gea og telur hann ekki nógu góðan í að byrja uppspil liðsins.

Ten Hag tók aðeins við Man Utd í sumar en mun treysta á Spánverjann næstu mánuði þar sem varakostirnir eru ekki betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fagnið sem vekur heimsathygli – Auðvelt og sendir mikilvæg skilaboð

Fagnið sem vekur heimsathygli – Auðvelt og sendir mikilvæg skilaboð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Greenwood sagður ætla að flýja England – Ótrúlegt skref aðeins 21 árs gamall

Greenwood sagður ætla að flýja England – Ótrúlegt skref aðeins 21 árs gamall
433Sport
Í gær

Fyrsti leikur eftir svakalegan janúarglugga Chelsea – Hvernig verður byrjunarliðið?

Fyrsti leikur eftir svakalegan janúarglugga Chelsea – Hvernig verður byrjunarliðið?
433Sport
Í gær

Hreint ótrúleg frásögn: Stjörnur saman í trekanti – Gáfu hvorum öðrum fimmu yfir bak hennar

Hreint ótrúleg frásögn: Stjörnur saman í trekanti – Gáfu hvorum öðrum fimmu yfir bak hennar