Þýskaland tapaði mjög óvænt í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið spilaði við Ungverjaland á heimavelli.
Ungverjaland er til alls líklegt og er með tíu stig í riðli 3 í A-deild og situr á toppnum.
Það kemur á óvart þar sem Ungverjaland er í riðli ásamt Þýskalandi, Englandi og Ítalíu.
England mun spila í B-deildinni í næstu keppni eftir að hafa tapað 1-0 gegn einmitt Ítalíu í kvöld.
England er með tvö stig í neðsta sæti riðilsins og á ekki möguleika á að komast ofar.
Þýskaland 0 – 1 Ungverjaland
0-1 Adam Szalai(’17 )
Ítalía 1 – 0 England
1-0 Giacomo Raspadori(’68 )