fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Davíð nokkuð brattur eftir tap – „Þetta ræðst oft svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 18:29

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðs karla tapaði fyrri leik sínum gegn Tékklandi 1-2 í Víkinni í dag.

Sævar Atli Magnússon kom íslenska liðinu yfir á 25. mínútu með marki af vítapunktinum. Matej Valenta jafnaði fyrir Tékka á 34. mínútu og Vaclav Sejk tryggði þeim sigurinn á 69. mínútu.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Ég er svekktur. Við áttum góða kafla og svo ekki eins góða kafla. Í raun er bara mjög gott að þetta er úrslitaeinvígi með tveimur leikjum,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslands, við 433.is eftir leik.

Það munaði litlu á liðunum í dag. „Þetta eru bara jöfn lið. Þeir fengu móment og kláruðu það. Við fengum eitt í lokin, sem fór rétt fram hjá,“ segir Davíð, en Ísland fékk gott færi í lok leiks, þar sem Sævar Atli Magnússon skaut en varnarmaður Tékka varðist vel. 

„Þetta ræðst oft svona. Seinni leikurinn er eftir. Við ætlum að láta þetta detta okkar megin þar.

Mér fannst við gera vel varnarlega, vísa þeim út og fá pressuna þar. Skiptingarnar voru góðar, hvernig við sækjum vítið var gott. Liðið sýnir hugarfarið sitt í lokin 2-1 undir og við tökum algjörlega yfir þennan leik og erum óheppnir að skora ekki of jafna.“

Ísland stýrði leiknum vel á köflum í dag en það vantaði upp á að opna Tékka oftar.

„Þetta eru þannig leikir að þú færð ekkert endalaust af dauðafærum, en við þurfum að finna lausnir á því og fá fleiri sénsa. Það þarf bara einn til að galopna þetta upp á nýtt,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið