fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Carragher velur tvo bestu leikmenn tímabilsins til þessa

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. september 2022 21:05

Gabriel Jesus og Mikel Arteta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur valið þá tvo leikmenn sem hafa verið bestir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Enska deildin er í pásu þessa stundina eins og stærstu deildir Evrópu þar sem landsleikjahlé er í gangi.

Byrjunin hefur þó verið ansi áhugaverð og er gaman að sjá nýja leikmenn standa sig vel hjá nýjum vinnuveitendum.

Carragher nefnir leikmenn Manchester City og Arsenal sem þá bestu hingað ti en bæði lið hafa virkað mjög spennandi.

Carragher segir að Erling Haaland hjá Man City og Gabriel Jesus hjá Arsenal hafi verið bestir hingað til á Englandi.

,,Þetta hefur verið frábær byrjun á tímabilinu. Augljóslega stendur Haaland upp úr, hann og Jesus. Þeir hafa verið stórkostlegir,“ sagði Carragher.

Báðir þessir leikmenn skiptu um félag í sumar en Haaland kom frá Dortmund og var arftaki Jesus sem kom til Arsenal frá einmitt Man City.

Haaland hefur nú þegar skorað 11 sinnum í sjö deildarleikjum og stefnir klárlega á að bæta markametið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa